Hvernig lítið furstadæmi kaupir bandarísku valdaelítuna

Donald Trump forseti Bandaríkjanna heimsótti Katar í maí síðastliðnum og átti m.a. fund með Al Thani konungsfjölskyldunni. Þá skoðaði forsetinn Al Udeid herflugstöðina sem er stærsta herstöð Bandaríkjanna á svæðinu. Trump hefur örugglega þakkað fyrir höfðinglega „gjöf”: 400 milljóna dollara Boeing 747-8 þotu sem Katar hefur gefið forsetanum, og verður notuð sem Forsetavél – Air Force One.

Heimsóknin og flugvélagagjöfin varpa ljósi á þéttriðið net tengsl Katars við bandaríska valdakerfið. Um þetta er fjallað í nýjasta hlaðvarpsþætti Alltaf til hægri.