Heimskuleg spurning
Ekki voru allir sammála um það hvort formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins hafi tekist að tefla fram hugmyndafræði sinni gegn vinstri ríkisstjórn Viðreisnar og Samfylkingar, í eldhúsdegi. En tóninn var vissulega réttur og gefur fyrirheit fyrir næsta þingvetur.
En um eitt voru flestir sammála: Ríkisstjórnin sækir mál sín í fræðakistil félagshyggjunnar, sem flestir töldu að væri fyrir löngu týnd eða henni hefði verið fargar. En svo er ekki og því rifjast upp ræða Davíðs Oddssonar, sem þá var borgarstjóri, til tilefni af 60 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins árið 1989: „Þeir virðast enn trúa því að félagshyggjan búi yfir töfraráðum, sem séu betur fær um að leysa vanda í hverri lífsgátu en einstaklingarnir og fyrirtækin geta gert, ef almennu skilyrðin eru í lagi og afskiptasemi hins opinbera í lágmarki.“
Íslendingar þekkja innihald „fræðakistilsins“ af dapurlegri reynslu. Aukin ríkisumsvif, minna athafnafrelsi, hærri skattar og lakari lífskjör.
Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, orðaði þetta ágætlega: Ef svarið er; aukin ríkisumsvif, þá er spurningin heimskuleg.
