Harðstjóri fjarlægður – óvissa og vonir
Óvissan um hvort lýðræði komist aftur á í Venesúela er mikil þótt vonir almennings hafi vaknað eftir handtökuna á Mudoro. Valdakerfi sósíalista stendur hins vegar óhreyft. Varaforsetinn, Delcy Rodríguez, hefur tekið við og hún er sannfærður sósíalisti og harður andstæðingur Vesturlanda og Bandaríkjanna sérstaklega.
Rodríguez hefur verið í innsta hring valdakerfis sem byggt var upp á valdatíma Hugo Chávez og fest í sessi undir stjórn Nicolás Maduros. Hún er þekkt fyrir að fylgja harðlínu pólitík án málamiðlana. Hún er táknmynd valdhafa sem stendur tryggan vörð um valdakerfi af hugmyndafræðilegri tryggð og andstöðu við vestræn gildi.
Sósíalistar náðu völdum í Venesúela þegar Hugo Chavez var kjörinn forseti í desember 1998 með ágætum meirihluta atkvæða. Hann var í upphafi vinsæll. Lofaði nýjum og betri tímum. Chavez var byltingamaður sem sagist berjast fyrir lýðræðislegum sósíalisma 21. aldarinnar. En draumaríki sósíalista snérist upp í martröð hungurs og ofbeldis.
Fjallað er um Venesúela í nýjasta þætti Alltaf til hægri og hægt að hlusta á þáttinn hér og á öðrum helstu hlaðvarpsveitum.
