Forsætisráðherra tvísaga

Augljóst er að Kristrún Frostadóttir er tvísaga um það hvort hún hafi vitað fyrirfram um ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar að víkja Ársæli Guðmundssyni úr starfi skólameistara Borgarholtsskóla með því að auglýsa stöðu hans.

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma 4. desember sagði Kristrún þegar hún svaraði Snorra Mássyni, varaformanni Miðflokksins:

„Varðandi það hvort ég hafi verið upplýst um að þetta stæði til þá vissi ég af því. En ég sé ekki ástæðu til þess að forsætisráðherra sé að grípa inn í faglega ákvörðun, bara vegna mögulegrar ásýndar í pólitíkinni.“

Í óundirbúnum fyrirspurnum 9. desember er allt annað hljóð komið í Kristrúnu þegar hún svaraði Ingibjörg Isaksen þingflokksformanni Framsóknar:

„Ég hafði enga aðkomu að þessu máli. Ég var ekki upplýst um þetta fyrr en búið var að tilkynna umræddum aðila um þetta.“

Þingmenn hljóta að krefja skýringa á þessum mótsögnum forsætisráðherra.