Ég, blýantur – rökin fyrir frjálsum markaði
Hayek sýndi okkur fram á að upplýsingar í samfélaginu eru alltaf dreifðar – enginn einstaklingur eða stofnun býr yfir allri þeirri þekkingu sem þarf til að taka réttar ákvarðanir í efnahagsmálum. Þekkingin sem einstaklingar búa yfir er oft takmörkuð, brotakennd og jafnvel mótsagnakennd, en samanlagt er þessi dreifða þekking undirstaða skynsamlegra ákvarðana í gegnum frjálst samspil markaðarins.
Markaðurinn virkar sem upplýsingakerfi – tryggir flæði upplýsinga. Verð á vöru og þjónustu er uppspretta upplýsinga um skort, eftirspurn og framboð án þess að nokkur hafi heildaryfirsýn.
Smásagan Ég blýanturinn eða “I, Pencil”, eftir Leonard E. Read, er einföld en áhrifamikil lýsing á undirstöðum frjáls markaðar og mátt dreifðrar þekkingar.
