Bílar eru vandamálið ekki gatnakerfið

Breytingar á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls valda verulegum umferðartöfum. Fyrir lágu greiningar á áhrifum breytinganna á umferð:  240 metra biðröð við gatnamótin síðdegis á virkum dögum og 80 metra biðröðum á virkum morgnum. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins 27. september síðastliðinn.

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkur, segist í samtali við Morgunblaðið ekki vera sammála því að verið sé að þrengja umferðaræðar:

„Við höfum verið að bæta aðstæður mjög víða. Vandamálið er að bílum fjölgar stöðugt og til þess að vinna gegn því þurfum við aðra valkosti, og að því er unnið.“

Lausn Reykjavíkurborgar á umferðatöfum er sem sagt að vinna gegn fjölgun bíla og hindra eðlilegt flæði umferða s.s. með því að loka beygjuakreinum.