15.200 án atvinnu

Alls voru 15.200 manns á atvinnu í nóvember síðastliðnum samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar sen var birt 23. desember sl. Þetta jafngildir um 7% atvinnuleysi og hefur ekki mælst hærra frá því í maí 2021 á Covid-tímanum.

Í frétt Hagstofunnar kemur fram að árstíðaleiðrétt atvinnuleysi jókst um 2,4 prósentustig á milli október og nóvember, hlutfall starfandi lækkaði um tvö prósentustig og atvinnuþátttaka minnkaði um 0,1 prósentustig.