Leitin að nýjum og nýjum málstað
Hægt er að draga sögu vestrænna sósíalista frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar saman í eina setningu: Stöðug og endurtekin leit að nýjum málstað í baráttunni gegn gildum vestrænna samfélaga og kapítalisma – markaðshyggju. Allar hugmyndir, hvert verkefni, hver krossferð snýst í grunninn um eitt og hið sama – djúpa tortryggni á frjálsu framtaki, frjálsum markaði og baráttu gegn þjóðskipulagi sem hefur gert mannkyni kleift að brjótast úr örbyrgð fátæktar til velmegunar.
Hugmyndabarátta róttæklinga byggir á reiði, tortryggni, öfund og fyrirlitningu á velgengni sjálfstæðra einstaklinga. Til að viðhalda reiðinni verður stöðugt að finna nýjan málstað til að berjast fyrir.
