Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk
Það væri hægt að sækja í orðakistu forseta Alþingis til að lýsa síðustu viku fyrir ríkisstjórnarflokkana. Djöfulsins, helvítis, andskotans. Þingvikan – frá mánudeginum 1. desember til föstudagsins 5. desember, var ekki sérlega góð fyrir ríkisstjórnarflokkana – var raunar í flestu afleit.
Og það er greinilegt að þráðurinn er stuttur í stjórnarliðinu enda flestum ljóst að ráðherrar hafa ekki haldið sérlega vel að málum. Á föstudag gerðu þingmenn minnihlutans alvarlegar athugasemdir við vinnubörgð innviðaráðherra við gerð samgönguáætlunar. Þegar umræður um fundarstjórn forseta höfðu staðið í um 20 mínútur ákvað þingforseti að gera hlé á þingfundi. Á leið sinni úr forsetastólnum heyrðist Þórunn Sveinbjarnardóttir segja: „ „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk.“
Framganga Þórunnar sýnir að ekki er hægt að treysta dómgreind hennar. Hún býr heldur ekki yfir þeirri yfirvegun sem forseti á hverjum tíma verður á búa yfir.
